Ensku blöðin náðu fyrstu myndinni af dómaranum David Coote eftir að hann var rekinn úr starfi sem dómari í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.
Coote var rekinn í vikunni en hann hefur verið mikið í umræðunni undanfarinn mánuði eða svo, í kjölfar þess að myndbönd af honum á fylleríi fóru á flakk.
Coote hefur lent í röð atvika á síðustu vikum, gamalt myndband af honum að drulla yfir Liverpool og Jurgen Klopp vakti reiði.
Í kjölfarið var Coote settur til hliðar en þá fór af stað myndband af honum að taka kókaín á miðju Evrópumóti í sumar.
Þegar flestir töldu að Coote fengi ekki að dæma aftur kom í ljós að hann liggur undir grun um það að hagræða í leik.
Hér að neðan má sjá myndina af Coote, þar sem hann er á leið úr ræktinni.