Aron Elís Þrándarson, lykilmaður Víkings, fór meiddur af velli í tapinu gegn Djurgarden undir lok leiks. Ljóst er að hann missir af næsta leik.
Víkingur tapaði leiknum 1-2 og er áfram með 7 stig í riðlinum. Liðið mætir LASK í Austurríki í lokaleik sínum en ekki er ljóst hvort liðið þurfi úrslit þar til að fara áfram á næsta stig keppninnar.
„Þetta virkar eins og tognun. Vonandi er þetta smávægilegt en hann er klárlega út úr leiknum á móti LASK,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjáflari Víkings, um meiðsli Arons eftir leik.
Meira
Arnar Gunnlaugs:„Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“