Hákon Arnar Haraldsson var hetja Lille þegar liðið vann góðan 3-2 sigur á Sturm Graz í Meistaradeildinni í kvöld.
Hákon byrjaði á meðal varamanna en var settur inn á þegar 80 mínútur voru búnar af leiknum.
Staðan var þá 2-2 en mínútu síðar var Hákon búin að skora og tryggja Lille sigur.
Hákon er að koma sér af stað eftir meiðsli og virðist komast af stað með látum.
Markið hans má sjá hér að neðan.
Haraldsson scores in last minutes
⚽️ GOAL 🇪🇺 | Lille 3-2 Sturm Graz | Haraldssonpic.twitter.com/Wju9KnRem9
— Goals Xtra (@GoalsXtra) December 11, 2024