Róbert Wessman einn efnaðasti maður landsins hefur á síðustu árum sett um 300 milljónir króna í reksturinn hjá knattspyrnudeild KR síðustu ár.
Róbert hefur í gegnum fyrirtæki sínn Alovgen og nú Alvotech stutt myndarlega við starfið hjá KR og ræddi það við Dr. Football.
„Mér finnst skipta máli í íþróttum, að það sé unnið vel í barna starfinu. Og það séu bæði stelpur og strákar, það er bara eitt prósent sem endar í meistaraflokki,“ segir Róbert um stuðning sinn við KR.
„Ég vel KR því þeir eru með kvenna og karla starf, við höfum líka styrkt körfuna. Fyrir meistaraflokkinn er ekki búið að vera eins góð tíð og ég hefði viljað sjá. Við erum styrktaraðilar en ég kem ekki að starfinu, það hefði mátt fara betur.“
Hann er ósáttur með gengi KR síðustu ár og segir aðstöðuna síðustu ár ekki hafa verið boðleg. „Þetta er bara lélegt, völlurinn er ekki klár. Flott að vera með grasvöll en hann var ekki klár, þetta hefur ekki tekið alltof langan tíma.“
Hann segir upphæðina verulega sem hann hefur sett Í KR. „Ég studdi KR með Alvogen líka, kannski settu þeir meira í þetta. Ég held að þetta sé að nálgast 300 milljónir, barna og kvenna starfið skiptir mig meira máli en karla starfið í raun.“