Nýtt nafn er komið í umræðuna yfir mögulega arftaka Age Hareide sem landsliðsþjálfari Íslands. Um er að ræða landa hans, Per-Mathias Högmo.
Högmo er reynslumikill þjálfari sem síðast var með Urawa Red Diamonds í Japan en hann hefur áður stýrt karla- og kvennalandsliði Noregs, sem og félagsliðum í Noregi og Svíþjóð.
Sænski miðillinn Fotbollskanalen heldur því fram að Högmo sé á blaði hjá KSÍ um að verða hugsanlega næsti landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hefur verið sterklega orðaður við stöðuna og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk, einnig.