Það er ólíklegt að Marcus Rashford yfirgefi Manchester United fyrir annað félag á Englandi samkvæmt Telegraph.
Rashford er nú sterklega orðaður frá United sem er talið tilbúið að hlusta á tilboð í hann.
Sóknarmaðurinn hefur ekki náð sér á strik í meira en ár og gæti nú þurft nýtt upphaf annars staðar.
Telegraph segir að skipti til Paris Saint-Germain eða Sádi-Arabíu komi vel til greina, en ekki skipti annað á Englandi eins og fyrr segir.
Rashford er uppalinn hjá Manchester United.