Sveindís Jane Jónsdóttir leikmaður Wolfsburg byrjaði á meðal varamanna þegar lið hennar tók á móti Roma í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Sveindís hefur verið talsvert á bekknum undanfarið en svaraði fyrir sig í kvöld.
Sveindís mætti til leiks á 66 mínútu og tveimur mínútum síðar var hún búin að koma Wolfsburg í 3-1.
Hún bætti svo við þremur mörkum til viðbótar og endaði með fernu á 22 mínútum.
Sveindís verður samningslaus næsta sumar og er óvíst hvort hún geri nýjan samning við Wolfsburg.