Bayern Munchen er í leit að arftaka Manuel Neuer og er markvörður Brighton á blaði. Sky í Þýskalandi segir frá þessu.
Um er að ræða hinn 22 ára gamla Bart Verbruggen, sem hefur heillað með Brighton frá því hann gekk í raðir félagsins í fyrra.
Samningur reynsluboltans Neuer, sem er að vísu meiddur sem stendur, rennur út eftir tímabilið og þarf Bayern að fara að gera ráðstafanir varðandi markvarðastöðuna til framtíðar.
Félagið er með hinn 28 ára Alexander Nubel á mála hjá sér en hann er á láni hjá Stuttgart þar til eftir næstu leiktíð.
Ef Bayern ákveður að hann sé ekki maðurinn til að leiða liðið inn í næsta kafla er Verbruggen einnig möguleiki í þeim efnum.