Sjö leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu, en um er að ræða sjöttu umferð í deildarkeppninni.
Real Madrid, sem hafði verið í nokkrum vandræðum í keppninni það sem af er, vann mikilvægan sigur á Atalanta á útivelli þar sem stjörnurnar Kylian Mbappe, Vinicius Jr og Jude Bellingham skoruðu mörkin. Liðið fór úr 24. sæti í það 18.
Brest er spútniklið keppninnar í ár og vann 1-0 sigur á PSV. Liðið er komið með 13 stig í 5. sæti og bindu vonir við að sleppa við umspilið eftir áramót og fara beint í 16-liða úrslitin.
Aston Villa vann þá 2-3 sigur á RB Leipzig í skemmtilegum leik og er með jafnmörg stig og Brest. PSG og Bayern Munchen unnu þá mjög örugga sigra á Salzburg og Shakhtar á útivelli. Bayern er með 12 stig en PSG aðeins 7 og rétt nær inn í umspilið sem stendur, er í 24. sæti.
Hér að neðan má sjá stöðuna í Meistaradeildinni eftir kvöldið.