Ísak Bergmann Jóhannesson átti flottan leik fyrir Dusseldorf í dag sem mætti Braunschweig í Þýskalandi.
Ísak er nokkuð mikilvægur hlekkur í liði Dusseldorf sem spilar í B-deildinni í Þýskalandi.
Heimaliðið var í engum vandræðum í leik dagsins og vann 5-0 sigur þar sem Ísak skoraði tvennu.
Dusseldorf er að berjast um að komast upp og er aðeins tveimur stigum frá toppliði Paderborn.
Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Schalke.