Enska úrvalsdeildin er að skoða það að setja inn nýja reglu á næstu þremur árum og er það regla sem margir eru hrifnir af.
Reglan tengist markvörðum deildarinnar sem eru oft duglegir í að tefja leiki og þá sérstaklega þegar lítið er eftir á klukkunni.
Samkvæmt enskum miðlum er þessi regla nú þegar í notkun í Möltu og í deild varaliða á Englandi.
Þessi nýja regla sem er nú verið að prufukeyra er nokkuð einföld en ef markvörður skilar ekki boltanum í leik á átta sekúndum þá fær andstæðingurinn hornspyrnu.
Enska deildin vill koma í veg fyrir að lið í betri stöðu í sínum leikjum byrji að tefja og gæti þessi regla svo sannarlega hjálpað til í þeim málum.
Dómarinn myndi telja niður um leið og markvörðurinn er með boltann og ef hann er ekki í leik innan við átta sekúndna þá verður öðru liðinu refsað.
Samkvæmt nýjustu fregnum stefnir úrvalsdeildin á að að taka þessa reglu í gildi á næstu þremur tímabilum.