Wayne Rooney, stjóri Plymouth, er undir mikilli pressu í dag en gengi liðsins undanfarið hefur svo sannarlega verið slæmt.
Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður Plymouth sem hefur tapað 4-0 og 6-1 í síðustu tveimur leikjum sínum.
Talað var um að Rooney gæti stýrt sínum síðasta leik um helgina er Plymouyth átti að mæta liði Oxford United.
Þessum leik hefur hins vegar verið frestað vegna veðurs og fær Englendingurinn því lengri tíma til að koma hlutunum í lag.
Rooney tók við fyrir tímabilið en Plymouth er í fallbaráttu þessa stundina og hefur aðeins unnið fjóra leiki af 18.
Hvenær leikurinn við Oxford fer fram er óljóst og því spilar Plymouth næst við Swansea heima eftir þrjá daga.