Manchester United 2 – 3 Nott. Forest
0-1 Nikola Milenkovic(‘2)
1-1 Rasmus Hojlund(’18)
1-2 Morgan Gibbs-White(’47)
1-3 Chris Wood(’54)
2-3 Bruno Fernandes(’61)
Manchester United tapaði nokkuð óvænt í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Nottingham Forest.
Það var boðið upp á fjörugan leik á Old Trafford en fimm mörk voru skoruð í þónokkri markaveislu.
Forest komst yfir eftir um 90 sekúndur er Nikola Milenkovic kom boltanum í netið eftir hornspyrnu.
Rasmus Hojlund jafnaði fyrir United ekki löngu síðar og var staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn.
Forest skoraði tvö mörk snemma í seinni hálfleik en Morgan Gibbs-White og Chris Wood komu gestunum í 3-1.
Bruno Fernandes lagaði muninn í 3-2 á 61. mínútu en það mark dugði ekki til og vann Forest virkilega góðan útisigur í Manchester.