Hinn efnilegi Daníel Tristan Guðjohnsen er búinn að framlengja samning sinn við sænska félagið Malmö.
Frá þessu greinir félagið í kvöld en Daníel er virkilega efnilegur leikmaður og er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen.
Daníel er fæddur árið 2006 en hann skoraði nýlega þrennu fyrir aðallið Malmö sem vann lið Torslanda í bikarnum.
Sóknarmaðurinn er hægt og rólega að vinna sér inn sæti í aðalliði Malmö en hann hefur mest megnis leikið með varaliðinu.
Daníel er samningsbundinn næstu fjögur árin eða til ársins 2028.
📖 Långläsning: Daniel Gudjohnsens resa från Spanien till Malmö FF.
➡️ https://t.co/vvqqg4kxav pic.twitter.com/VKR0c3NELv
— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024