Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Nicolas Jover um að framlengja hans samning hjá félaginu.
Jover er ekki nafn sem kannski allir kannast við en hann er gríðarlega mikilvægur fyrir enska stórliðið.
Jover sér um að teikna upp öll föst leikatriði Arsenal sem hefur skilað liðinu mjög góðum árangri undanfarin tvö ár.
Arteta staðfesti að fjórir eða fimm aðilar væru að krota undir framlengingu og er Jovic einn af þeim.
Arsenal er mest ógnandi lið Evrópu þegar kemur að hornspyrnum og aukaspyrnum og er það mikið Jover að þakka.
Næsti leikur Arsenal er gegn Fulham á morgun en leikið er á Craven Cottage.