Framherjinn Michail Antonio lenti í hræðilegu bílslysi fyrr í dag en greint var frá því upp úr fjögur.
Bifreið Antonio er mjög illa farin eftir áreksturinn og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann fékk aðhlynningu.
West Ham hefur nú staðfest að Antonio sé með meðvitund og er staða hans stöðug eins og er.
Ljóst er að framherjinn verður frá í einhvern tíma eftir áreksturinn en næsti leikur West Ham er á mánudaginn.
Hvað nákvæmlega átti sér stað er óljóst og hvað olli þessu skelfilega slysi.