Amazon Prime hefur beðið Arne Slot, stjóra Liverpool, afsökunar eftir leik liðsins við Newcastle í vikunni.
Um var að ræða virkilega skemmtilegan knattspyrnuleik en honum lauk með 3-3 jafntefli á St. James’ Park.
Liverpool var undir er flautað var til hálfleiks og voru þrír leikmenn spjaldaðir af dómaranum Andew Madley.
Amazon Prime hélt því fram að Slot hefði gengið inn í dómaraherbergið í hálfleik og þar með reynt að hafa einhvers skonar áhrif á dómgæslu seinni hálfleiks sem er stranglega bannað.
Það gerðist hins vegar ekki en Amazon hefur viðurkennt eigin mistök og segir að Slot hafi aldrei látið sjá sig í dómaraherberginu en ræddi hins vegar við Madley í skamma stund eftir hálfleiks flautið.
Slot við Madley í leikmannagöngunum er leikmenn gengu til búningsklefa og voru samræður þeirra á milli mjög vingjarnlegar að sögn Times.