Gary Shaw goðsögn í sögu Aston Villa lést eftir að hafa dottið út úr leigubíl. Þetta kemur fram í skýrslu um mál hans.
Shaw hafði farið á næturlífið þann 6 september ásamt vinum sínum, þessi 63 ára gamli fyrrum leikmaður hafði tekið leigubíl heim.
Í skýrslu um andlát Shaw segir að hann hafi verið studdur af vini sínum af knæpunni inn í leigubíl.
Shaw fannst í nágrenni við heimili sitt þar sem hann hafði farið út úr leigubílnum. Hann hafði þá hrasað og höfuð hans lent á vegkanti.
Nágranni Shaw sem fann hann snemma morguns hringdi strax á sjúkrabíl. Shaw var hluti af liði Aston Villa sem vann Evrópubikarinn árið 1982.
Hann var með lífsmarki í tíu daga á spítala en lést síðar vegna mjög alvarlegra höfuðmeiðsla.