Myndband af pirruðum Pep Guardiola er hann ræðir við stuðningsmann Manchester City fer nú eins og eldur um sinu um netheima.
Í myndbandinu gengur Guardiola framhjá manni sem virðist biðja um eiginhandaráritun.
„Þetta er bara því þú tapaðir,“ segir stuðningsmaðurinn í myndbandinu.
Við þetta reiddist Guardiola mikið og þurftu mennirnir sem voru með honum í för, þar á meðal sonur hans, að halda aftur af honum.
Á endanum róaðist Guardiola og hélt sína leið.
Það er ekki nákvæmlega á hreinu síðan hvenær myndbandið er. Breska götublaðið The Sun er á meðal þeirra sem fjalla um málið og telja það vera frá því eftir að City tapaði fyrir nágrönnum sínum í United í bikarúrslitum í vor.
— Spion Kop (@TheKopHQ) December 6, 2024