Afturelding sem eru nýliðar í Bestu deild karla hafa samið við fjóra öfluga leikmenn sem koma til félagsins.
Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson voru kynntir til leiks með látum í Mosó í dag.
Axel kemur frá KR og Jökull frá Reading en hann lék með Afturelding síðari hluta síðustu leiktíðar.
Báðir ólust upp hjá Aftureldingu og snúa nú heim saman.
Þá eru Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson mættir til nýliðanna. Oliver kemur frá Breiðablik og Þórður Gunnar kemur frá Fylki.
Oliver er djúpur miðjumaður en Þórður Gunnar er snöggur kantmaður.