Spyrillinn kíkti til að mynda inn í íbúð Sævars og þar var treyja sóknarmannsins frá því í fyrsta landsleiknum hans með Íslandi. „Þetta var fyrsti landsleikurinn minn. Við spiluðum gegn Slóvakíu,“ sagði Sævar.
Sævar gekk í raðir Lyngby 2021. Þá var Freyr Alexandersson þjálfari liðsins og hefur kappinn spilað með þó nokkuð mikið af Íslendingum hjá Lynbgy undanfarin ár.
„Ég var 21 árs. Það var bara töluð danska í klefanum og það var erfitt. Ég hafði bara spilað fyrir eitt lið á Íslandi á ferlinum og núna með Lyngby líka svo ég hef spilað fyrir tvö lið,“ sagði Sævar sem lék með Leikni R. hér heima.
„Ég hafði bara búið í Breiðholtinu á Íslandi áður en ég flutti hingað svo það var smá erfitt. En Freyr var hér og gerði þetta mun auðveldara. Nú er þetta nánast minn heimabær, ég elska Lyngby.“
Sævar fær reglulega vini í heimsókn frá Íslandi.
„Kaupmannahöfn er nánast höfuðborg númer tvö á Íslandi. Fólk kemur hingað í helgarferðir til að skemmta sér eða fara á leiki til dæmis. Svo ég er alltaf að fá vini í heimsókn.“
Samtalið í heild er hér ofar.