Fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið, en þar tók Fulham á móti Brighton.
Bæði lið eru að eiga fantagott tímabil en það var Alex Iwobi sem kom heimamönnum yfir strax á 4. mínútu í kvöld.
Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks en snemma í þeim seinni jafnaði Carlos Baleba fyrir Brighton.
Fulham komst í 2-1 með sjálfsmarki Matt O’Riley á 79. mínútu og Iwobi innsiglaði svo 3-1 sigur undir lok leiks.
Fulham er eftir sigurinn í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig, stigi á eftir Brighton sem er sæti ofar.