Bournemouth vann sanngjarnan sigur á Tottenham í leik sem var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni.
Heimamenn í Bournemouth voru betri aðilinn í leiknum í dag en eina mark hans kom á 17. mínútu. Þar var að verki Dean Huijsen. Lokatölur 1-0.
Bournemouth fór með sigrinum upp fyrir Tottenham og í 9. sæti deildarinnar. Liðið er með 21 stig en Tottenham 20.