Lamine Yamal er afskaplega sérstakur leikmaður en hann er 17 ára gamall og leikur með Barcelona.
Ummæli Yamal í gær vöktu mikla athygli en hann tjáði sig eftir sigur sinna manna á Mallorca, 5-1.
Yamal var spurður út í þá ákvörðun að gefa boltann utanfótar í marki Barcelona en hann átti sendingu á Raphinha sem skoraði.
,,Sendingin mín sem var utanfótar? Þú þarft bara að ýta á L2,“ sagði Yamal og fór í kjölfarið að hlæja.
Eins og margir knattspyrnuaðdáendur vita þá er L2 takkinn á fjarstýringu mikið notaður og í tölvuleiknum EA Sports FC 25.
Yamal spilar þennan vinsæla leik reglulega í frítímanum eins og aðrir leikmenn í hans gæðaflokki.