Það er talið ansi líklegt að Jule Lopetegui fái sparkið sem stjóri West Ham eftir tap gegn Leicester í gær.
Leicester vann leikinn 3-1 og var þetta annað tap West Ham með skömmu millibili, en liðinu var skellt 2-5 af Arsenal um helgina.
Lopetegui var kominn með bakið upp við vegg fyrir nokkrum vikum en sterkur útisigur á Newcastle á dögunum gerði honum kleift að anda léttar.
Nú er hins vegar aftur komin mikil pressa og er talið að forráðamenn West Ham séu farnir að horfa í kringum sig.
Graham Potter, Edin Terzic og Sergio Conceicao eru allir sagðir á blaði. Terzic er talinn efstur á blaði en hann kom Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor.