Marhahæsti landsliðsmaður í sögu Sviss, Alexander Frei, er kominn í nýtt og áhugavert hlutverk en hann er farinn að vinna við ostagerð.
Hinn 45 ára gamli Frei átti á sínum tíma flottan feril með liðum á borð við Basel, Dortmund og Rennes og þá skoraði hann 84 landsliðsmörk fyrir Sviss.
Nú snýr Frei sér hins vegar að öðru og var hann að klára fjögurra mánaða námskeið í ostagerð í Sviss. Hlaut hann diplómu sem gerir honum kleift að starfa við ostagerð í landinu.
„Námskeiðið var áhugavert og eitthvað alveg nýtt fyrir mér. Ég mun ekki opna mína eigin ostabúð strax en ég mun gera eitthvað tengt þessu á næsta ári. Ég byrja smátt en er með metnaðarfullar áætlanir fyrir framtíðina,“ segir Frei meðal annars um nýtt hlutverk.
Í Englandi er Frei einna helst þekktur fyrir heldur neikvæða uppákomu en hann fékk þriggja leikja bann fyrir að hrækja á Steven Gerrard í leik Englands og Sviss á EM 2004.