Youtube-stjarnan Darrren Watkins, nær alltaf kallaður IShowSpeed eða Speed, er einn mesti aðdáandi Cristiano Ronaldo sem fyrirfinnst. Hann sendi kappanum skilaboð á dögunum.
Speed, sem er 19 ára gamall, hefur búið til farsælan feril í kringum myndbönd sín en mörg þeirra tengjast einmitt Ronaldo. Eftir margar tilraunir fékk hann svo að hitta átrúnaðargoðið eftir landsleik Portúgal í fyrra.
Á dögunum tilkynnti Speed svo Ronaldo að hann vildi gjarnan fá að hitta hann aftur við tækifæri. Gerði hann það í gegnum hópspjall sem önnur Youtube-stjarna, MrBeast eða Jimmy Donaldson, og Ronaldo eru í.
MrBeast bætti Speed í hópinn sem hann og Ronaldo notuðust við í kringum tökur á hlaðvarpsþætti sem Portúgalinn fékk þann fyrstnefnda í.
„Ronaldo, þetta er Speed, stærsti streymari í heimi og hann langaði að segja hæ,“ skrifaði MrBeast.
„Hæ Ronaldo. Þetta er Speed, við hittumst í fyrra. Mig langaði bara að segja hæ og vonandi getum við hisst aftur á næstunni, takk,“ skrifaði Speed.
Þetta spjall hefur nú verið opinberað.