Real Madrid er víst hætt við að reyna við bakvörðinn Trent Alexander-Arnold í janúar að sögn enska blaðsins Telegraph.
Trent er sterklega orðaður við Real þessa dagana en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar.
Talið var að Real myndi bjóða sanngjarna upphæð í Trent í byrjun árs en útlit er fyrir að hann klári allavega tímabilið á Anfield.
Real gerir sér vonir um að fá Trent á frjálsri sölu næsta sumar og bindur vonir við það að hann framlengi ekki við Liverpool.
Liverpool er í basli með að framlengja við sínar helstu stjörnur en Mohamed Salah og Virgil van Dijk eru einnig að verða samningslausir.