Það er ekki rétt að Paris Saint-Germain sé að eltast við stórstjörnuna Mohamed Salah sem spilar með Liverpool.
Þetta segir Nasser al-Khelaifi, eigandi PSG, en Salah hefur undanfarna daga verið orðaður við franska stórliðið.
Egyptinn verður samningslaus næsta sumar og má því ræða við önnur félög í janúarglugganum.
,,Þessar sögusagnir eru ekki réttar. Hann er frábær leikmaður en við höfum aldrei íhugað það að fá hann,“ sagði Al-Khelaifi.
,,Við vitum að öll félög myndu elska að vera með hann í sínum röðum en þessar sögur eru einfaldlega ekki réttar.“