Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið er á Emirates í London klukkan 20:15.
Ruben Amorim og hans menn í Manchester United koma í heimsókn og fær Portúgalinn þarna sitt fyrsta alvöru verkefni.
Arsenal vonast til að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar en fyrir leik er stigamunurinn níu.
Hér má sjá hvernig liðin stilla upp í kvöld.
Arsenal: Raya; Timber, Saliba, Kiwior, Zinchenko; Rice, Partey, Ødegaard; Saka, Martinelli, Havertz.
Man Utd: Onana, Dalot, Maguire, De Ligt, Mazraoui, Malacia, Mount, Fernandes, Ugarte, Garnacho, Hojlund