fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
433Sport

Brotist inn til stjörnunnar og unnustan er með samsæriskenningar – „Vissi um áætlanir okkar“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. desember 2024 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Valentin Barco og unnusta hans, Yaz Jaureguy, lentu í miður skemmtilegu atviki á dögunum þegar brotist var inn á heimili þeirra.

Parið býr í Sevilla á Spáni en þar spilar Barco á láni frá Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Innbrotið átti sér stað á meðan parið var úti að borða í borginni og má segja að óprúttnu aðilarnir hafi skilið allt eftir í rúst.

„Komum heim og þetta var staðan. Það er skrýtið að flytja til lands með stóra drauma en geta ekki búið í friði. Þú getur ekki treyst eigin skugga,“ skrifar Jaureguy á samfélagsmiðla.

Hún virðist svo varpa fram kenningu um að einhver sem þau þekki hafi átt í hlut.

„Við erum með myndavélar. Mennirnir voru hér í 50 mínútur og fóru 10 mínútum áður en við komum til baka. Það furðulega er að starfsmaður vissi um áætlanir okkar og hann fór 7 mínútum áður en innbrotsþjófarnir mættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarnan nær óþekkjanleg í afar óvæntu hlutverki – Var á allra vörum fyrir ógeðfellt atvik á árum áður

Stjarnan nær óþekkjanleg í afar óvæntu hlutverki – Var á allra vörum fyrir ógeðfellt atvik á árum áður
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Luke Shaw aftur á meiðslalistann

Luke Shaw aftur á meiðslalistann