Manchester United hefur nú hafið viðræður við Sporting með það fyrir augum að fá framherjann eftirsótta Viktor Gyökeres næsta sumar. Florian Plettenberg á Sky segir frá þessu.
Svíinn er afar eftirsóttur en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting. Hann starfaði auðvitað með Ruben Amorim sem fór frá portúgalska liðinu til að taka við United á dögunum.
Það er ljóst að United þarf að selja leikmenn fyrst til að eiga efni á Gyökeres.
Plettenberg segir þó að Manchester City hafi einnig fært áhuga sinn á Gyököres upp á næsta stig undanfarið. Hann hefur einnig verið orðaður við fleiri félög og ljóst að samkeppnin verður mikil.
🚨🔴 Manchester United have now made initial concrete talks regarding Viktor #Gyökeres and a potential move in the summer. The Red Devils are now fully involved. #MUFC
⚠️ However, this will require sales first!
Manchester City have also intensified their efforts in recent… pic.twitter.com/zS6BGPwAF4
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) December 2, 2024