Joshua Kimmich, ein helsta stjarna Bayern Munchen, hefur gefið í skyn að hann sé á förum frá félaginu 2025.
Kimmich verður samningslaus næsta sumar og má því ræða við önnur félög í janúarglugganum.
Kimmich hefur ekki náð samkomulagi við Bayern um framlengingu og er útlitið ekki of gott fyrir þá þýsku.
Talið er að Manchester City og Barcelona hafi bæði áhuga á þessu fjölhæfa þýska landsliðsmanni sem er 29 ára gamall í dag.
,,Ég ætla ekki að bíða þar til í sumar. Ég mun fara í viðræður í vetur og horfa á heildarmyndina,“ sagði Kimmich.
,,Ég ætla að taka þá ákvörðun sem er rétt fyrir mig.“