Ipswich 0 – 1 Crystal Palace
0-1 Jean Philippe Mateta(’60)
Fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en spilað var á heimavelli Ipswich.
Crystal Palace var andstæðingur kvöldsins og eftir fjóra leiki án sigurs náðu gestirnir í þrjú stig.
Jean Philippe Mateta sá um að skora mark Palace í seinni hálfleik og er liðið nú með 12 stig í 16. sæti.
Ipswich er í næst neðsta sætinu og hefur enn aðeins unnið einn leik.