Knattspyrnustjórinn geðþekki Jose Mourinho hafði engan tíma til að fagna því of mikið þegar hans lið, Fenerbahce, komst yfir gegn Gazientep í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær.
Myndband af athæfi hans hefur farði eins og eldur um sinu en í kjölfar þess að Rodrigo Becao kom Fenerbahce í 2-1 í leiknum, sem lauk 3-1, á 78. mínútu brutust út mikil fagnaðarlæti.
Aðstoðarmaður Mourinho, Zeki Murat Gole, ætlaði að taka þátt í fagnaðarlátunum en fékk það ekki þar sem Portúgalinn reif í hann og skipaði honum að undirbúa varnarmann sem átti að fara að koma inn af bekknum til að halda í forystuna.
Skondið atvik sem má sjá hér að neðan.
Jose Mourinho’ya bakın Zeki Murat Göle’yi şapkasından çekip Mert Mülder’e taktikleri anlat demiş😂 pic.twitter.com/Mi4c8ZfDEf
— Saraçoğlu Sports (@SaracogluSports) December 2, 2024