Skondið atvik kom upp í leik Wolves og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardag, en þar stal áhorfandi senunni.
Bournemouth vann leikinn 2-4 og skoraði Justin Kluivert þrennu. Öll mörkin komu af vítapunktinum og er það í fyrsta sinn í sögu deildarinnar sem slíkt gerist.
Stuðningsmaður Wolves stóð þó fyrir aftan markið og reyndi að trufla Kluivert í þriðja vítinu, án árangurs.
Fór hann nýstárlegar leiðir til þess, en hann girti niður um sig og lyfti upp peysunni í leiðinni.
Klippa af þessu hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum en því miður fyrir þennan ágæta mann bar athæfið ekki árangur.
Hér að neðan má sjá myndband af þessu.
Shout out to the Wolves fan trying to put JK off for the third penalty.
Desperate times call for desperate measures 😂 #afcb pic.twitter.com/dmBroJuDb3
— madmanmadson (@madmanmadson) November 30, 2024