Afar óhugnanlegt atvik átti sér stað í leik Fiorentina og Inter í Serie í, en þá hneig Edoardo Bove, leikmaður fyrrnefnda liðsins, niður þegar skammt var liðið af leiknum.
Bove er aðeins 22 ára gamall og leikmenn héldu um höfuð sér þegar atvikið kom upp. Leik var hætt í kjölfar atviksins og verður nýr leiktími fundinn.
Bove, sem er á láni hjá Fiorentina frá Roma, var fluttur á sjúkrahús en komst til meðvitundar í kjölfarið og mun gangast undir frekari skoðanir.
Albert Guðmundsson er liðsfélagi Bove hjá Fiorentina og var hann á varamannabekknum í gær. Hann er að snúa aftur úr meiðslum.
Kveðjum hefur rignt yfir Bove og lét Albert sitt ekki eftir liggja í þeim efnum, eins og sjá má hér að neðan.