Wayne Rooney er sagður valtur í sessi sem stjóri Plymouth eftir dapurt gengi B-deildarliðsins að undanförnu.
Plymouth hefur unnið aðeins fjóra leiki á tímabilinu eftir að Rooney tók við í sumar. Niðurstaðan í síðasta leik var til að mynda 4-0 skellur gegn Bristol City.
Næstu leikir Plymouth eru gegn Oxford og Swansea á heimavelli og greinir Telegraph frá því að þeir gætu reynst ansi mikilvægir í að ákvarða framtíð Rooney.
Manchester United goðsögnin er í sínu fjórða stjórastarfi á ferlinum eftir að hafa stýrt Derby, DC United og Birmingham.
Þess má geta að íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er á mála hjá Plymouth.