Real Madrid tók ekki mark á læknisskoðun Kylian Mbappe í sumar ef marka má stórfrétt frá Relevo á Spáni.
Mbappe gekk í raðir Real frá Paris Saint-Germain í sumarglugganum eftir að hafa raðað inn mörkum í Frakklandi í mörg ár.
Relevo segir að læknisskoðun Mbappe hafi gefið í skyn að hans líkamlega ástand væri mun verra en frá árinu 2018.
Mbappe er orðinn 25 ára gamall en hann vakti fyrst athygli sem táningur hjá Monaco og byrjaði fljótt að spila fyrir aðallið PSG eftir komu til höfuðborgarinnar.
Fólk er nú byrjað að spyrja sig hvort Real hafi tekið rétta ákvörðun um að fá Mbappe í sumar en hann hefur ekki staðist væntingar hingað til.
Frakkinn hefur verið mikið gagnrýndur á tímabilinu en hann átti afskaplega slakan leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni í miðri viku.