U19 ára landslið kvenna mætir Norður-Írlandi á morgun í þriðja og síðasta leik liðsins í undankeppni EM 2025.
Íslenska liðið situr í þriðja sæti riðilsins með eitt stig eftir jafntefli gegn Belgíu og tap gegn Spáni, Norður-Írland er stigalaust á botni riðilsins.
Leikurinn á laugardag fer fram á Pinatar Arena og hefst hann kl. 11:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu á vef UEFA.