Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var spurður út í söngva stuðningsmanna Liverpool á leik liðanna í gær.
Liverpool vann sannfærandi 2-0 sigur en City hefur ekki séð til sólar í undanförnum leikjum.
Stuðningsmenn Liverpool sungu undir lok leiks um það að Guardiola yrði nú rekinn en Spánverjinn svaraði á þá vegu að halda uppi sex fingrum, einn fyrir hvern Englandsmeistaratitil.
„Kannski hafa þeir rétt fyrir sér en ég bjóst ekki við þessu á Anfield. Þetta kom mér á óvart frá fólkinu í Liverpool en þetta er í góðu lagi,“ sagði Guardiola eftir leik.
Eftir leik gærdagsins er City í fimmta sæti deildarinnar, 11 stigum á eftir Liverpool.