fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
433Sport

Fullyrt að viðræður við Salah séu farnar af stað og góðar líkur á að hann færi sig um set

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 2. desember 2024 09:06

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er nú haldið fram í frönskum miðlum að Mohamed Salah, stjórstjarna Liverpool, eigi í viðræðum við Paris Saint-Germain um að ganga í raðir félagsins næsta sumar.

Eins og flestir vita verður Salah samningslaus á Anfield næsta sumar og hefur hann gefið sterklega í skyn að hann gæti farið.

Egyptinn hefur til að mynda verið orðaður við Sádi-Arabíu en nú segir L’Equipe að PSG sé að reyna að fá hann og að leikmaðurinn hafi mikinn áhuga á að flytja í frönsku höfuðborgina. Heimildamaður blaðsins segir góðar líkur á að skiptin eigi sér stað.

PSG vill bæta við sig stórstjörnu eftir brottför manna á borð við Neymar, Lionel Messi og Kylian Mbappe undanfarin ár.

Salah er að eiga frábært tímabil með Liverpool og hefur skorað 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni, þar sem liðið er langefst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skór Yamal vekja mikla athygli – Nafn goðsagnarinnar á botninum

Skór Yamal vekja mikla athygli – Nafn goðsagnarinnar á botninum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu dauðafærið sem Mbappe klúðraði í kvöld

Sjáðu dauðafærið sem Mbappe klúðraði í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telur sig vita hvað Ten Hag gerði rangt

Telur sig vita hvað Ten Hag gerði rangt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Daníel Hafsteins og Sveinn Margeir í Víking

Daníel Hafsteins og Sveinn Margeir í Víking
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Daníel Tristan skoraði þrennu fyrir Malmö

Daníel Tristan skoraði þrennu fyrir Malmö