Chris Coleman hefur tekið ansi skemmtilegt skref á sínum ferli en um er að ræða fyrurm landsliðsþjálfara Wales.
Coleman vakti mikla athygli sem þjálfari Wales frá 2012 til 2017 og tók í kjölfarið við Sunderland.
Þessi fyrrum leikmaður Crystal Palace og Fulham vakti einnig athygli hjá Sunderland þar sem hann var myndaður í ‘Sunderland til I Die’ þáttaröðunum.
Coleman er nú orðinn aðalþjálfari OH Leuven í Belgíu eftir stutt stopp hjá AEL Limassol í Kýpur.
Jón Dagur Þorsteinsson lék nýlega með OH Leuven en hann er í dag á mála hjá Hertha Berlin í Þýskalandi.