Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.
Það var aðeins komið inn á málefni Laugardalsvallar í þættinum en nýverið var ráðist af stað í nauðsynlegar framkvæmdir á grasinu þar. Hybrid gras kemur í stað gamla grassins. Knattspyrnuunnendur vonast þó til að frekari framkvæmdir eigi sér stað á Laugardalsvelli áður en um of langt er liðið.
„Auðvitað eigum við að horfa til framtíðar og við eigum að geta gert betur. En ég held að þetta hafi bara verið rétt að gera núna. Þetta er engin skítaredding. Við erum að reyna að bjarga þessu eins og málum er háttað í dag en við megum aldrei missa sjónar af markmiðinu,“ sagði Þorgerður, spurð að því hvort það hefði átt að ráðast í stærri breytingar á leikvanginum strax.
Hrafnkell hefur trú á því að endurbætur á Laugardalsvelli muni eiga sér stað í framtíðinni.
„Við höfum alveg séð velli sem eru upphaflega byggðir sem tvær stúkur og svo er byggt hringinn og stúkan færð nær vellinum. Við getum mögulega gert gott úr þessu einhvern veginn.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar