Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.
Þar var farið yfir víðan völl og Þorgerði meðal annars skellt í nýjan dagskrálið þáttarins, Yfirheyrsluna. Hér neðar má sjá svör hennar.
Uppáhaldsmatur: Rjúpa og humarsúpa eða góður hreindýrahamborgari
Uppáhaldskvikmynd: Godfather-serían
Stærsta fyrirmynd í lífinu: Pabbi, mamma og Kaja systir
Helsti kostur: Seigla, að gefast aldrei upp
Helsti ókostur: Þrjóskuhaus
Uppáhalds hobbí: Í dag er það golf
Fyndnasti Íslendingurinn: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Besti flokkur fyrir utan Viðreisn: Høyre í Noregi
Umræðan í heild er í spilaranum.