Franskir miðlar vilja meina að Kylian Mbappe hafi engan áhuga á að spila fyrir franska landsliðið í dag.
Ástæðan er landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps sem valdi Mbappe ekki í síðasta leikmannahóp liðsins.
Talið er að samband Mbappe og Deschamps sé ansi slæmt en þeir hafa unnið saman í mörg ár.
Deschamps hefur verið landsliðsþjálfari Frakklands í 12 ár og hefur Mbappe aldrei spilað fyrir annan landsliðsþjálfara.
Um er að ræða eina stærstu stjörnu Frakklands sem er í dag á mála hjá Real Madrid á Spáni.