Eins og flestir vita þá var Rodri, leikmaður Manchester City, valinn besti leikmaður heims á dögunum.
Rodri var valinn bestur í Ballon d’Or kjörinu en hann var fyrir ofan Vinicius Junior sem spilar með Real Madrid.
Rodri er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði City og vann þá EM með spænska landsliðinu í sumar.
Miðjumaðurinn var þó ekki langt frá því að tapa í valinu en hann fékk alls 1170 stig á meðan Vinicius fékk 1129 stig.
Jude Bellingham var í þriðja sætinu og fékk þar 917 stig og í fjórða sætinu var þriðji leikmaður Real, Dani Carvajal, sem fékk 550 stig.
Erling Haaland klárar þennan topp fimm lista en hann fékk 432 stig í valinu.
Rodri is our 2024 Ballon d’Or! Find out more about the 2024 voting details!https://t.co/1OgZ3qMk90#ballondor pic.twitter.com/kb69T161DD
— Ballon d’Or (@ballondor) November 8, 2024