Raheem Sterling má ekki spila með Arsenal á morgun sem spilar við Chelsea í stórleik helgarinnar á Englandi.
Það er kannski staðreynd sem margir vita en Sterling er í láni hjá Arsenal frá Chelsea eftir komu í sumar.
Sterling hefur ekki spilað stórt hlutverk hjá Arsenal hingað til en hann verður í stúkunni er þessi viðureign fer fram.
Það er í samningi Sterling að hann megi ekki spila gegn Chelsea þar sem hann er samningsbundinn en hann gæti snúið aftur þangað næsta sumar.
Hingað til hefur Sterling spilað 123 mínútur í ensku úrvalsdeildinni og tekið þátt í fjórum leikjum.