Kristian Nökkvi Hlynsson er allur að koma til en hann byrjaði fyrir varalið Ajax í gær sem mætti FC Emmen í Hollandi.
Um var að ræða leik í næst efstu deild Hollands en Jong Ajax tapaði viðureigninni 4-2.
Kristian er að snúa aftur eftir erfið meiðsli en hann spilaði sinn síðasta aðalliðsleik þann 3. október.
Kristian byrjaði fyrir varaliðið gegn Venlo þann 1. nóvember en spilaði svo ekkert með aðalliðinu gegn PSV og Maccabi Tel Aviv.
Miðjumaðurinn spilaði 62 mínútur í 4-2 tapinu í gær en fyrir það hafði hann spilað 46 mínútur í tapi gegn Venlo.