Carlo Ancelotti óttast eigið starf hjá Real Madrid og óttast það að félagið sé á engri uppleið eins og staðan er í dag.
Spænskir miðlar fjalla um málið en Real tapaði 4-0 gegn Barcelona um síðustu helgi og svo 3-1 gegn AC Milan í vikunni í Meistaradeildinni – báðir leikir voru á heimavelli.
Það er talið að Ancelotti sé undir pressu hjá Real í dag og er möguleiki á að stjórn félagsins sé byrjuð að horfa á mögulega eftirmenn.
Nú er greint frá því að Ancelotti hafi haldið krísufund ásamt leikmönnum Real á fimmtudag til að komast að því hvað væri að og hver vandamálin væru.
Ancelotti hefur gert stórkostlega hluti sem þjálfari Real en gengið í vetur hefur verið óásættanlegt.
Real svaraði vel fyrir sig eftir þennan fund í dag og vann lið Osasuna 4-0 á heimavelli.